Fyrsta skoðun

Skoðun - SpegillÍ fyrsta tíma fer fram skoðun á tönnunum og spjall.  Einnig er stundum tekin yfirlitsmynd til frekari greiningar, sérstaklega ef tennur eru óuppkomnar.  Þessi tími tekur 1/2 til 1 klukkustund.  Við óskum eftir því að foreldrar komi með börnum og unglingum, ef ekki er hægt að koma því við er símtal í lok tímans næstbesti kosturinn.  Í fyrstu skoðun er hægt að gefa upp meðferðar- og kostnaðaráætlun fyrir hvern og einn.

 

Skoðið endilega bæklinginn okkar, Leiðin að fallegra brosi” þar er ýmislegt að finna um tannréttingar.  Við bendum sérstaklega á bls. 2-3 varðandi fyrstu komu og upphaf tannréttinga.  Einnig er ýmsum spurningum svarað í bæklingnum “Tannréttingar fyrir alla”

 

Kostnaður við fyrstu skoðun er 7.580.-  Ef nauðsynlegt reynist að taka yfirlitsmynd bætast við 8.490.-

 

_DSC1511

 

Ef þú hefur tannréttingameðferð innan mánaðar frá fyrstu skoðun endurgreiðum við skoðunargjaldið í formi afsláttar.

 

Bæklingar